Mikil laxveiði var síðastliðið sumar

Fram eftir síðasta sumri var lítið vatn í ám og því mun minni veiði fyrri hluta sumarveiðitímans.  Seinni hluta sumars óx vatnsmagnið og veiðin tók vel við sér áður en yfir lauk og var samt talsverður munur á veiði eftir landshlutum.  Sólin á norður og austurlandi sá til þess að minna var um laxveiði á því svæðinu á sama tíma og veiðin á vesturlandi braggaðist vel undir haustið.