„Óðflugurnar luku veiðum i Straumunum í fyrradag í 35 skiptið og alltaf jafn dásamlegt,” sagði Vigdís Ólafsdóttir og bætti við; „Það sem var mikið öðruvísi þetta árið var óvenju mikið magn af sjóbirtingi, aldrei séð annað eins þarna. Mjög vænir sumir 3 – 4 kg. Óðflugur veiddu 23 sjóbirtinga og 3 laxa,” sagði Vigdís enn fremur.
Straumarnir hafa gefið 40 laxa og helling af sjóbirtingi.