FréttirLaxveiðiOpnun

Bjarni Ben með einn af fyrstu löxunum í Stóru-Laxá

Bjarni Benediktsson með laxinn í opnun Stóru-Laxár

„Þetta var gaman en laxinn veiddi ég í Neðri Nálarhyl í opnun Stóru-Laxár í Hreppum,“ sagði Bjarni Benediktsson sem var einn af þeim sem opnaði ána þetta árið, en Ester Guðjónsdóttir, formaður veiðifélags Stóru-Laxár, hafi prjónað nýja veiðipeysu á Bjarna fyrir túrinn.

„Ég var í fimmtán mínútur með laxinn og skemmtilegt að byrja sumarið með þennan flotta lax, sem er 80 sentimetra hrygna,“ sagði Bjarni að endingu.
Fleiri laxar hafa veiðst í opnun Stóru-Laxár, en veiðitímabilið hófst í gær.