Þrátt fyrir misjöfn veður og hóflegt veiðiálag nú í byrjun veiðitíma í Litluá, þá hefur veiðin verið góð. Fyrstu 22 dagana voru veiddir um 250 fiskar sem er talsvert meira en á sama tíma í fyrra. Meðfylgjandi myndir eru frá sænskum veiðimönnum sem veiddu vel þótt þeir fengju frekar slæmt veður. Nú horfir allt til betri vegar og komin blíða við Litluá. Finna má laus veiðileyfi á www.litlaa.is.
Eldra efni
Veiðin gengur vel í Húseyjarkvísl
Veiðin gengur víða ágætlega þessa dagana kannski helst til mikið vatn víða eftir endalausar rigningar. Eins og einn sagði í dag sem var að skoða Leirvogsá að áin væri eins og Ölfusá eftir rigningar dag eftir dag. „Það eru komnir
Nýtt veiðihús og stór tímamót á Selfossi
Það var mikið að gerast hjá Stangaveiðifélagi Selfoss um helgina, bæði verið að vígja nýtt veiðihús við Ölfusá og fagna stórafmæli hjá félaginu en það varð 70 ára og margir fiskar verið dregnir á land á þeim tíma. Það er vert að
Sportveiðiblaðið komið út, 116 síður af sportveiðiefni
Íslandsmet ef ekki heimsmet Á björtu sumarkvöldi í júlí sl. renndi ég við í veiðihúsinu við Þverá í Borgarfirði til að forvitnast um veiði og hitti fyrir þessa þrjá hressu leiðsögumenn á hlaðinu sem var verið að taka myndir af. Ég
Margir náð fínni dorgveiði í vetur
Margir veiðimenn eru friðlausir og geta ekki beðið næsta vors þótt nokkur hópur veiðimanna stundi dorgveiði á vötnum kringum landið og veiðin hefur verið fín í vetur eftir að vötnin lagði. „Við höfum ekki farið mikið í vetur en fórum fyrir
Þegar ísa leysti veiddist vel í Geirlandsá
„Það fór allt að gerast þegar ís leysti seinnipartinn í dag og við fengum 23 fiska, en þetta var mjög erfitt,“ sagði Bjarki Bóasson við Geirlandsá, þegar við heyrðum í honum. Og hann bætti við; „já þetta var mjög erfitt í morgun, klukkan
Boltafiskur úr Flughyl í dag – Láxá á Ásum að bæta veiðina á milli ára
Veiðin er að batna í Laxá á Ásum á milli ára og núna eru komnir yfir 700 laxar á land þetta sumarið. Í gærkvöldi veiddist annar stærsti laxinn í ánni og það var veiðikonan Erla Þorsteinsdóttir sem fékk 103 sm boltalax