„Frændi minn og vinur eiga strandveiðibát. Hann hefur nokkrum sinnum málgað það að bjóða mér á sjóstöng,“ sagði Gylfi Jón Gylfason veiðimaður og bætti við; „sá ljóður var ætíð á því boði að báturinn var gerður út frá Kópaskeri og því óhægt um vik að skreppa úr Suðurnesjabæ. Báturinn er núna gerður út frá Sandgerði og ég beið því spenntur eftir endurnýjuðu boði. Það kom loksins og ég mætti spenntur niður á bryggju, þar voru mættir góðir veiðifélagar. Ekki þurfti að stíma langt, eftir eiginlega enga stund lóðaði duglega. Við vorum klárir með stangirnar og renndum. Ekkert vildi fiskurinn úr þessari lóðningu, því var kippt og við færðum okkur einhverja hundruði metra. Aftur lóðaði og aftur var rennt fyrir fisk. Við urðum varir við fisk alveg um leið. Ég byrjaði á að landa minnstu ýsu sem ég hef á æfinni séð og hef ég þó unnið í frystihúsi. Svo byrjaði ævintýrið: Það var á í næstum því hverju einasta rennsli og við lentum oft í því að vera allir þrír með fisk á í einu. Það var fullur starfi fyrir þann fjórða að vera með ífæru og rífa þorskinn um borð því að míkróýsunni frátaldri veittum við bara þorsk. Og þvílíkur þorskur! Margir voru á bilinu 10 til 15 kg, enginn smáfiskur og uppístaðan í aflanum var rígvænn fiskur á bilinu 5 til 10 kg. Ég, og raunar við allir, misstum tímaskynið í atinu. Sennilega höfum við að frátöldu inn- og útstími verið að veiðum í uþb klukkustund. Á þessari klukkustund held ég að aflinn hafi verið á þessar þrjár stangir um það bil 200 kíló. Allir slógum við persónuleg met í stærð á fiski. Við hættum þegar skynsemin, nægjusemi og aðgerðakvíði í bland sögðu okkur að mál væri að hætta. Það lóðaði hressilega þegar við hættum en það var komið nóg. Ógleymanlegur veiðitúr með góðum félögum kominn í safnið,“ sagði Gylfi Jón enn fremur.
Eldra efni
Fyrsti laxinn úr Elliðaánum – mikið um lax en tregur
Það var Reykvíkingur ársins Kamila Walijewska sem veiddi fyrsta laxinn í Elliðaánum í morgun og var þetta maríulaxinn hennar, en fiskinn veiddi hún á Breiðunni. Það var Stefán Karl Segatta sem var henni til aðstoðar við að landa laxinum. Fulltrúi borgarstjórnar Reykjavíkur
Norðurá heldur ennþá toppsætinu – 10 efstu laxveiðiárnar
Laxveiðin er sæmileg þessa dagana, smálaxinn kom aðeins en hefði mátt ganga meira í síðasta stórstraumi. Nokkrar ár hafa staðið sig vel en vatn er verulega gott í ánum eftir miklar rigningar. Rennum aðeins yfir stöðuna. Norðurá hefur gefið 348 laxa og
Ein yngsta fluguveiðikonan í Langá
„Opunin í Langá á Mýrum var í fínu lagi og það veiddust laxar, bara þræl góð byrjun,“ sagði Jógvan Hansen sem lenti í skemmtilegu veiðidæmi með dóttur sinni daginn eftir opnunardag. „Já það gerðist ævintýri við Langá en dóttirin setti í fyrsta flugulaxinn
Átakalítil byrjun á Norðurlandi, ágætt á N-Austurlandi
Ef rýnt er í tölur og skoðaðar þær fyrstu eru engin átök á Norðurlandi og bara rólegt í byrjun veiðisumars. „Þetta var rólegt hjá okkur í Blöndu en við fengum lax,“ sagði veiðimaður sem við ræddum við og bætti við, „það voru
Við Mývatn: sjö stiga frost við veiðiskapinn
„Já það var kalt og blindbilur fyrripartinn í dag en lægði aðeins undir kvöld og þá skruppum við út að veiða,” sagði Einar Héðinsson við Mývatn þegar við heyrum í honum nýkomnum af veiðislóðum, var í sjö stiga frosti við
Nóg komið
Gunnlaugur Stefánsson: Laxeldi í opnum sjókvíum í íslenskum fjörðum ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt eins og lengi hafði verið varað við. Fiskur sleppur umvörpum, erfðablöndun við villta laxastofna og lúsafár sem herjar á fiskinn með tilheyrandi eiturefnanotkun. Og hrikaleg mengun