„Já við erum búnir að veiða fimm bleikjur,“ sögðu þeir Magnús og Benedikt sem við hittum á bryggjunni á Siglufirði, þar köstuðu þeir spúnninum fyrir fiskana sem syntu fyrir neðan og gerðu sig líklega til að bíta á. Benedikt er ættaður úr Fljótum og sagðist veiða mikið en Magnús var töluvert yngri og rétt að byrja veiðiferilinn og taka fyrstu köstin. „Já veiðin er skemmtileg,“ sögðu þeir félagar og luku veiðiferðinni skömmu síðar og héldu á brott á hlaupahjólum sínum. Það var stutt í matartímann og efalaust yrði rennt fyrir fisk á morgun. Áhuginn var til staðar, veiðibakterían líklegast vakinn og fiskurinn að taka silfraðan Toby spúnninn.

Mynd. María Gunnarsdóttir