Fréttir

Fyrsti laxinn á sumrinu hjá Binna

Laxveiðin rúllar áfram, Norðurá er komin með 11 laxa og en enginn lax hefur ennþá veiðst í Blöndu, sem er alvarlegt.  Fyrsta hollið í Norðurá í Borgarfirði endaði í 10 löxum og nokkrir laxar sluppu af.  Við heyrðum aðeins í Brynjari Þór Hreggviðssyni við Norðurá, nýbúinn að landa laxi.
„Það er klikkað að gera en opnunarhollið veiddi 10 laxa  og missti annað eins,“ sagði Brynjar Þór og bætti við „ég fékk lax Eyrinni á Collie dog í dag og svo fékkst  einn lúsugur smálax  í morgun, laxar að ganga, sagði Brynjar við Norðurá.

Mynd. Brynjar Þór Hreggviðsson með fyrsta laxinn sinn í sumar og örugglega ekki þann síðasta.