FréttirMakríll

Makríllinn mættur víða – töluvert af fólki að veiða

Axel Arnar og Guðni Freyr með makríl sem þeir veiddu á bryggjunni í Keflavík

„Já við vorum að veiða á bryggjunni í Keflavík og það var töluvert af fólki  að veiða, enda fínt veður,“ sagði Jóhann Axel Thorarensen í samtali við Veiðar. Svo virðist sem makrílinn sé kominn og stangveiðimenn á öllum aldrei fjölmenna til að veiða þennan hraðsynta uppsjávarfisk.

Á bryggjunni í Keflavík

„Þeir strákarnir Axel Arnar og Guðni Freyr fengu góða veiði, fimmtíu fiska á tveimur tímum, sem allt veiddist á spún. Spúninn var í laginu eins og sili, hann gaf vel af fiskum,“ sagði Jóhann Axel að lokum.