Fréttir

Ragnheiður nýr formaður SVFR

Ragheiður Thorsteinsson

Ragnheiður Thorsteinsson tekur við formennsku í SVFR á næsta aðalfundi félagsins, þar sem hún verður ein í framboði til formannsembættisins. Ragnheiði þekkja félagsmenn vel, enda hefur hún setið samtals 10 ár í stjórninni, fyrst á árunum 2011 – 2017 og síðan frá 2019.

Í framboðskynningu segist Ragnheiður hafa lifað Stangótímana tvenna, bæði góð ár og mögur og reynslan af hvoru tveggja sé dýrmæt. Þá reynslu vill hún nýta til hagsbóta fyrir félagsmenn og tryggja að SVFR verði áfram bakbeinið í íslensku veiðisamfélagi.

Konur í fyrsta sinn meirihluti stjórnar
Lögum samkvæmt stóð til að kjósa þrjá strónarmenn til næstu tveggja ára á aðalfundinum 23. febrúar. Þess reynist þó ekki þörf þar sem framboð til stjórnar voru jafnmörg og því sjálfkjörið í stjórn. Lára Kristjánsdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs en Helga jónsdóttir situr áfram. Brynja Gunnarsdóttir og Dögg Hjaltalín koma nýjar inn í stjórn. Þar situr fyrir Halldór Jörgensson, Hrannar Pétursson og Trausti Hafliðason. Í þessu felast söguleg tíðindi, því í fyrsta sinn verður stjórn SVFR skipuð fleiri konum en körlum. Þá verður Ragnheiður fyrst kvenna til að gegna formennsku í SVFR.

Frétt frá SVFR.is