Fréttir

Allir að hnýta flugur – líka höfðinginn í Aðaldal

Pétur Steingrímsson að hnýta í fluguhorninu sínu á Húsavík Mynd/María Gunnarsdóttir

Það er sannarlega hægt að segja að veiðimenn hnýti flugur fyrir sumarið á fullum krafti þessa dagana. Menn og konur keppast við að hnýta Febrúarfluguna sem aldrei fyrr og það styttist í sumar, eins gott að eiga nóg af veiðiflugum.

„Já maður reynir að hnýta eitthvað á hverjum degi,“ sagði Pétur Steingrímsson frá Nesi en hann hefur hnýtt flugur í 80 ár og hefur ótrúlega reynslu við væsinn. „Ég held við fáum betra sumar en í fyrra,“ sagði Pétur og lítur yfir fluguborðið. Hann hefur svo sannarlega hnýtt margar þekktar laxaflugur sem hafa borið hróður hans víða.

Það er víða hnýtt þessa dagana eins og á Selfossi, Hveragerði, Akranesi, Akureyi og Egilsstöðum og það styttist í sumar, það skiptir öllu núna.