Fréttir

Stórfróðlegt Opið hús um stórlaxa með stórlöxum

Nils Folmer Jørgensen

Svo virðist sem allt hafi vaknað í janúar og það á við um veiðimenn sérstaklega en hvert Opið hús á fætur öðru er hjá veiðifélögum þessa lands. Eitt af þeim verður núna í vikunni hjá Stangaveiðifélagi  Reykjavíkur og umræðuefnið þar verður fróðlegt.

Vala Árnadóttir


Frábært stórlaxakvöld verður í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal, fimmtudaginn 2. febrúar kl. 20. Nokkrir af bestu veiðimönnum landsins – stórlaxarnir Nils Folmer Jørgensen, Sigþór Steinn Ólafsson, Vala Arnadottir og Björn K. Rúnarsson – deila þekkingu sinni, segja sögur og kenna okkur hinum að veiða fleiri og stærri laxa!

Spennandi að sjá hvernig þetta verður matreitt ofan í forvitna veiðimenn, sem ekki geta beðið eftir þeim stóra ef þeir hafa þá ekki veitt hann nú þegar.