Æðarfuglinn er sjófugl, einnig á varptíma, en slæðingur verpur við ár og vötn, allt að 40 km flugleið frá sjó. Það er við Úlfljótsvatn, en fuglinn fylgir ánum á varpstöðvarnar. Hann verpur í byggðum, oft stórum og þéttum, í hólmum eða þar sem hann nýtur verndar. Hreiðrið er opið, fóðrað með hinum verðmæta dúni og oftast staðsett við einhverja mishæð eða í manngerðum varphólfum.


Mynd: María Gunnarsdóttir
Fuglavefurinn.is