Fréttir

Það er eitthvað við Elliðavatnið

„Já ég kem hérna oft, gaman að dunda sér hérna við vatnið og kasta flugunni fyrir fiskana. Sumir þeirra eru vel vænir,“ segir veiðimaður við Elliðavatnið sem við hittum og með honum var ungur veiðimaður.

Þeir voru sammála að það væri gaman að veiða við Elliðavatnið, fiskurinn tekur skemmtilega í. „Ég fékk stærsta fiskinn sem ég hef veitt hérna í Helluvatni,“ segir yngri veiðimaður og heldur áfram að kasta flugunni fimlega. Svona líður dagurinn, fluguköst, fiskur að taka og veiðimenn spjalla, þannig er lífið við vatnið.

Veiðimenn eru að veiða út um allt vatnið, fiskurinn er í tökustuði en ekki mikið. Það mætti hlýna aðeins meira, það er skemmtilegt að fanga augnablikið við vatnið, það erum við að gera og veiðimenn á öllum aldri halda áfram að kasta.

Myndir: María Gunnarsdóttir