Hann Hrafn Hauksson var að koma úr tveggja daga veiði úr Minnivallalæk ásamt félaga og sendi okkur þessa línu, Hrafn segir um veiðiferðina; „Það var hávaða helvitis rok báða dagana svo það var temmilega lítið álag á læknum. Veiddum á eina stöng i 4 – 5 tíma á dag. Við uppskárum 8 urriða, enga sleða en þeir voru þó þarna, vildu bara ekki það sem við buðum þeim. Þeir sem við fengum voru mikið +/- 50 cm. Það virðist vera ágætis nýliðun í gangi sem veit á gott. Hitinn var einhverjar 6 – 7 gráður og fiskar að rísa í Viðarhólma, Djúphyl og Dráttarhólshyljum. Þegar næsti góðviðrisdagur kemur verður heldur betur fjör held ég,“ sagði Hrafn enn fremur.
Eldra efni
Flott veiði í Hítará II, sex laxar
Marteinn Jónasson og synir hans Haraldur og Óliver voru við veiðar í tvo daga í Hítará II s.l. helgi. Flott vatn og þó nokkuð af fiski en erfitt var að finna bleikjurnar í ánni sökum vatnshæðar. Lönduðu einni flottri sjóbleikju
Boltalaxar í Heiðarvatni
„Já við vorum að koma úr Heiðarvatni í Mýrdal og það gekk ágætlega, veiddum reyndar bara hálfan daginn,“ sagði Kári Jónsson þegar við heyrðum í honum en góð veiði hefur verið í vatninu í sumar og margir fengið flotta fiska.
Hylurinn fullur af fiski
„Við vorum þrír frændur með eiginkonum í veiði í Móru í Mórudal fyrir skömmu,“ sagði Bjarni Bent í samtali við Veiðar. „Fengum frábært veður og skemmtum okkur konunglega. Það komu tveir 60 cm laxar á land annan morguninn, sem voru
Veiðiáhuginn skein úr hverju andliti
„Við höfðum ekkert orðið vör ennþá en við sáum fiska en þeir tóku ekki,“ sögðu ungir veiðimenn við Hafnarfjarðarhöfn í dag, þegar hin árlega dorgveiðikeppni var haldin í 22. sinn, sem verður að teljast afrek út af fyrir sig fyrir unga
Frábær dagur í veiði
„Frábær dagur í fyrradag. Við hjónin Guðrún Una Jónsdóttir byrjuðum daginn á því að bruna inn í botn Eyjafjarðar til að veiða,“ sagði Árni Jóhannesson og bætti við; „við vorum hæfilega bjartsýn á veiði en þokan og norðan, brælan, hjálpuðu
Fimmtán laxar í Jöklu í gær
Veiðin er víða ágæt og stærsti straumur var í gær, en smálaxinn mætti láta sjá sig aðeins meira. Vatnshæðin er góð í ánum og allt getur gerst. Þar sem hægt er að fylgjast með laxinum mæta, eins og Elliðaánum, gengur hann grimmt á