Fréttir

Flott veiði í Minnivallarlæk

Hann Hrafn Hauksson var að koma úr tveggja daga veiði úr Minnivallalæk ásamt félaga og sendi okkur þessa línu, Hrafn segir um veiðiferðina; „Það var hávaða helvitis rok báða dagana svo það var temmilega lítið álag á læknum. Veiddum á eina stöng i 4 – 5 tíma á dag. Við uppskárum 8 urriða, enga sleða en þeir voru þó þarna, vildu bara ekki það sem við buðum þeim. Þeir sem við fengum voru mikið +/- 50 cm. Það virðist vera ágætis nýliðun í gangi sem veit á gott. Hitinn var einhverjar 6 – 7 gráður og fiskar að rísa í Viðarhólma, Djúphyl og Dráttarhólshyljum. Þegar næsti góðviðrisdagur kemur verður heldur betur fjör held ég,“ sagði Hrafn enn fremur.