DorgveiðiFréttir

Flott veður á Laxárvatni og fiskar á dorg

Dorgveiði á Laxárvatni /Myndir Berþór

„Já við fórum að dorga á Laxárvatni ég og sonurinn Jónas Ragnar, það var frábært veður og ísinn er ennþá þykkur, 50 sentimetrar alla vega og við fengum fiska,“ sagði Bergþór Pálsson þegar við heyrðum í honum ný komnum af ísnum.

„Veðrið lék við okkur, fengum tvo fiska og Solla, sem var með okkur og hún þurfti aðeins að skoða aflann sem veiddist. Fiskurinn er ekki stór en aðal málið er að fá eitthvað,“ sagði Bergþór ennfremur.

Á Mývatni var líka dorgað helling í dag og þar  veiddust fiskar, en þessa dagana er vetrarhátið á svæðinu og veiðimenn á öllum aldri renndu fyrir fisk þar. Enda frábært veður þessa dagana víða til að stunda útiveru og veiðiskap.

Solla á hálum ís
Solla skoðar veiðina