Sjóbirtingur í herðingu

„Jú maður fer að veiða eins mikið og maður kemst yfir á hverju sumri, mest í silungsveiði, hún er svo skemmtileg,“ sagði Sigurður Reynisson veiðimaður, þegar við heyrðum í honum en það styttist verulega í að veiðitíminn hefjist fyrir alvöru. Það ekki nema mánuður þar til veiðitímabilið gengur í garð og þá munu veiðimenn og konur byrja á sjóbirtingsveiðum.

Sigurður Reynisson


„Ég veiði á maðk og spún og sleppi engu, maður nýtir allan fiskinn svo sannarlega; reykt, grafið og hert kallinn. Veiðivötnin eru í miklu uppáhaldi hjá mér og þar hef ég oft veitt vel. Svo eru vötn hérna í kringum mig í Dölunum.  Silungsveiðin er spennandi og viða hægt að fá flotta fiska sem kemur sér alltaf vel. Ég er spenntur fyrir sumrinu og ætla að veiða mikið,“ sagði Sigurður enn fremur.