FréttirVeiðispil

Veiðispilið Makkerinn komið víða og fengið góð viðbrögð

Mikael Marinó Rivera með lax í Brynjudalsá í Hvalfirði

„Hefði viljað fá spilið fyrr að utan en það er víða búið að dreifa því og viðbrögðin flott,“ segir Mikael Marinó Rivera þegar við hittum hann á hlaupum við að dreifa spilinu í veiðibúðir, en þeir sem hafa tjáð sig um spilið segja það skemmtilegt og fróðlegt.

„Þetta er bara gott verkefni og verður gaman að sjá hver viðbrögðin verða,“ sagði Mikael enn fremur.

Já Makkerinn er skemmtileg spilanýjung fyrir alla aldurshópa með um 1400 spurningum um stangveiði og verður fróðlegt að sjá hverju menn og konur geta svarað. Það mun mikið reyna á suma að svara þessum skemmtilegu spurningum.