FréttirRjúpanSkotveiði

Rjúpnaveiðin gengur víða ágætlega

Sólon Welding og hundurinn Astró með rjúour /Mynd Skúli

„Já fór á rjúpu nýlega og það gekk ágætlega, slatti af fugli en frekar styggur,“ sagði Sólon Welding þegar við heyrðum í honum en margir hafa farið til rjúpna til að ná í jólamatinn. Veðurfarið hefur verið einmuna gott og sumir veiðimenn bara léttklæddir á rjúpunni í blíðunni.

„Við fengum 12 í þetta skiptið en ég hef ekki farið síðan þetta var,“ sagði Sólon enn fremur.

Veiðimenn hafa farið til rjúpna um allt land og margir fengið vel í jólamatinn. En fuglinn er styggur enda jörð nánast auð. Fréttum af tveimur á Holtavörðuheiði í gærdag annar var með 3 en hinn 5 fugla eftir stutt labb.