EldislaxarFréttir

Stefnir í einn fjölmennasta mótmælafund sögunnar

Þetta vill enginn sjá aftur. Aðsend mynd

„Ég held að þetta verði verulega eftirminnilegur fundur skal ég segja þér, allir sem ég þekki ætla að mæta, það er ekki talað um annað en fundinn,“ sagði veiðimaður á harðahlaupum út úr Vesturröst í gærdag og „þú mætir kallinn“.

Það stefnir í einn fjölmennasta mótmælafund sögunnar á Austurvelli á laugardaginn klukkan 3 og meðal tónlistaatriða eru Björk og Bubbi Morthens höfum við frétt. Allir sem geta ætla að mæta víða af landinu.

Aldrei hefur verið meiri ástæða til að mótmæla stöðunni, þessi slys mega ekki gerast oftar, þetta er nóg. Að horfa oní hyl eins og í Hrútafjarðará, fullan af eldislaxi er svakaleg sjón. Hún má ekki sjást oftar.