Fréttir

Veiðin hófst í morgun

Frá opnun 1. apríl 2022

Nokkrir knáir veiðimenn voru mættir við Vífilsstaðavatn í morgunsárið. „Já það voru nokkrir mættir við vatnið í morgun a.m.k. fjórir vakir veiðimenn og sumir byrjaðir að kasta“, sagði Ingimundur Bergsson sem var mættur á veiðislóð í morgun. Og sjóbirtingsveiðin byrjaði líka í dag og það voru komnir nokkrir fiskar á land. „Þetta lítur bara vel úr“, sagði Ingimundur enn fremur. Og veiðina má hefja í dag í mörgum vötnum hjá Veiðikortinu; í Hraunsfirði á Snæfellsnesi, Syðridalsvatni við Bolungarvík, Vestmannsvatni og Þveit við Hornafjörð. En þessi vötn eru opin allt árið; Gílsholtsvatn, Urriðavatn við Egilsstaði og Hlíðarvatn í Hnappadal. Er eftir nokkru að bíða?

Mynd Ingimudur Bergsson. Veiðimenn voru mættir við Vífilsstaðavatn í morgun.