Fréttir

Nýr vefur um sportveiðar

Í dag 28. mars var formlega opnaður nýr veiðivefur www.veidar.is um stangveiði í ám og vötnum auk þess sem fjallað er um ársstíðarbundna skotveiði.  Auk þess að segja helstu veiðifréttir þá eru á vefnum upplýsingar um veiðar og veiðimenn, veiðisögur í máli og myndum, viðtöl, kynningarefni og þættir um flest það sem snertir sportveiðina í íslenskri náttúru.  Sportveiðigúrúinn Gunnar Bender er ritstjóri á veidar.is en hans áralanga reynsla og yfirsýn leggur grunninn að því efni sem vefurinn flytur lesendum hverju sinni.

Mynd: Gunnar Bender, ritstjóri Veiða með vænan lax úr þarsíðustu veiðiferð.