„Veiðin gekk frábærlega í dag hjá okkur í opnun Jöklu en það var sett í fimmtán laxa og landað níu,“ sagði Þröstur Elliðason eftir frábæran dag á bökkum Jöklu á fyrsta degi veiðitímans. En þetta er metopun á fyrsta degi í ánni.

„Hólaflúðin var sterk og gaf sex laxa en þrír veiddust annars staðar. Fyrsti dagurinn gaf flotta veiði,“ sagði Þröstur i lokin. 

Einn af þeim sem veiddi lax í dag í Jöklu var Atli Valur Arason en hann hefur verið iðinn við veiðiskapinn í vor og sumar og fengið töluvert af flottum silungum.

Mynd. Atli Valur Arason með 80 sentimetra lax af Hólaflúð en staðurinn gaf vel.