Fréttir

Ýmir er lunkinn að veiða

Hann er lunkinn að veiða hann Ýmir Sigurðsson sex ára, en hann var í Elliðaánum í gærmorgun eins og Einar Þorsteinsson fyrr í vikunni, verðandi borgarstjóri.  Ýmir hefur veitt nokkra laxa og silunga þrátt fyrir ungan aldur.

Og þennan lax veiddi hann í Elliðaánum en áður hafði hann veitt lax í Leirvogsá á síðasta ári. Laxinn í Elliðaánum var 72 sm boltuð hrygna. Á myndinni sýnir hann vinkonu sinni Jennýju laxinn stuttu eftir að hann landaði hrygnunni. Já hann er áhugasamur veiðimaður hann Ýmir og finnst fátt skemmtilegra en að renna fyrir fisk.

Elliðaárnar hafa gefið vel og eru komnar með á milli 35 og 40 laxa, sem verður teljast ansi gott í veiðinni þessa dagana.

Mynd. Ýmir Sigurðsson sýnir Jenný tveggja ára laxinn. Mynd SS