Fréttir

Risa fiskur úr Ytri Rangá

Hrafn H Hauksson með fiskinn væna í Ytri Rangá

Vorveiðin hefur víða gengið vel og vænir fiskar komnir á land. Ytri Rangá hefur verið að gefa flotta fiska og fyrir austan eins og Geirlandsá meðal annars. Flott holl var um daginn í Geirlandsá sem veiddi yfir 110 fiska og nokkra vel væna.

Í gær veiddist flottur fiskur í Ytri Rangá sem Hrafn H Hauksson landaði og var 94 sentímetrar, tröll á Fossbreiðunni við Ægissíðufoss. Þetta var svakalega fiskur, feitur og flottur en ummálið var um 56 sentímetrar, sem þýðir að þessi fiskur er ekki langt undir 10 kílóum, kringum 20 pundinn.