FréttirOpnun

Bara kuldi við opnun 1. apríl?

Harpa Hlín Þórðardóttir í opnun Leirár í Leirársveit fyrir ári

Margir bíða spenntir eftir að vorveiðin hefjist, sjóbirtingurinn víða og síðan ION svæðið á Þingvöllum. „Það verður gaman að byrja í Ytri-Rangá og taka hrollinn úr sér,“ sagði Björn Hlynur Pétursson og í sama streng tekur Stefán Sigurðsson.

„Jú við opnum Leirá ég Harpa og Matthías, eins og fyrir ári síðan, opunin í fyrra var var flott en allt hefst þetta 1. apríl nk. Það er kominn mikil spenningur í okkur að byrja veiðina, sagði Stefán að lokum.

„Það verður gaman að opna ána og veiðin síðustu ár í opnun hefur verið mjög góð,“ sagði Harpa Hlín um Leiruna.

Það er spáð kuldabola næstu daga en vonandi fer að hlýna þegar veiðimenn taka fram færin og renna fyrir fiski á milli klakanna. Ísinn er orðinn minni í ánum eins og Leirá sem var íslaus í viku, þegar rennt var þar framhjá. Vötnin eru víða að verða íslaus eins og Vífilsstaðavatnið og á Elliðavatninu. Allt fer þetta að koma með hækkandi sól.