Fréttir

Hilmar Hansson; hef ekki séð svona flottar göngur á Austurlandi

Hilmar Hansen í Svalbarðsá

„Við fengum átta laxa fyrsta einn og hálfa daginn og þá kólnaði niður í 4-5 gráður og takan datt úr fiskinum þegar kólnaði,“ sagði Hilmar Hansson sem var með  syninum Björgvini við veiðar í Svalbarðsá.

Björgvin Hilmarsson

„Við settum í fleiri fiska en þeir tóku grant í kuldanum og við misstum þá. Það kom svakalega flott ganga á straumnum og ósinn var allur á lofti. Geggjað sjónarspil. Ég hef ekki séð svona flotta göngu lengi. Austurlandið verður gott í sumar ef svona göngur halda áfram að koma. Þetta var allt fallegur og vel haldinn lax frá 72–87 cm og við sáum ennig stóra nagla í ánni,“ sagði Hilmar enn fremur.