Fréttir

Mikill veiðiáhugi hjá Viktori Helga

Viktor Helgi fór í vikunni ásamt föður sínum, Hjalta, í Svínavatn í Húnavatnssýslu, tóku þeir samtals 5 smáa urriða þar, þrjá á lippu og tvo á 7gr svartan toby, var þetta stutt stopp, eða 1 klst og var kastað frá strönd á landi Reykja.

Hann Viktor Helgi er 9 ára, með gífurlegan áhuga á stangveiði.

Viktor Helgi

Hafa þeir feðgar verið víðsvegar í sumar að veiða, bæði við hafnir og vötn. Tóku sem dæmi upp 27 bolta þorska einn daginn á Ólafsfirði. Tóku sitthvorn urriðann úr Ljósavatni, einn lítinn urriða og þrjá bolta regnbogasilunga hjá Víkurlax Ystu Vík (eldisfiskur en gaman fyrir krakkana), var það einnig frumraun Viktors á flugustöng til þess að finna fyrir mismunandi baráttu við fiska.

Ásamt þessara staða hafa þeir feðgar farið á ýmsa aðra staði og upplifað ýmis ævintýri með misgóðum veiðiárangri, en ávalt góðri skemmtun og sællra minninga.

Hjalti Ásgeirsson