Fréttir

„Selurinn er að koma þarna þá er þetta búið“

Örn Guðmundsson með sjóbirtinginn sem hann veiddi skömmu áður en við komum, flottur fiskur. Mynd: /G Bender

„Það hefur verið fín veiði hérna og ég er búinn að veiða vel, var að veiða þennan fisk rétt áðan,“ sagði Örn Guðmundsson þegar við hittum hann við veiðar á Eyrarbakkafjöru í dag ásamt fleiri vöskum veiðimönnum. Og hann sýndi okkur sjóbirtinginn sinn.

„Ég er búinn að veiða um þrjátíu silunga síðustu dagana og það er gaman að þessum, sjóbirtingurinn er vel haldinn hérna. En þarna kemur helvítis selurinn og þá er veiðin búinn í bili, þeir eru alltaf að koma þegar við erum að veiða. Mjög slæmt að fá sel, hann styggir fiskinn fyrir veiðimönnum,“ sagði Örn ennfremur.