Fréttir

Grenilækurinn eins og dauðahaf yfir að líta

Fiskadauði í Grenilæk

„Ég fékk að ganga meðfram Grenlæk fyrir fáum dögum til að skoða þetta fallega svæði og aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því,“ sagði Sigurjón Arnarsson í samtali við veiðar.is.  En eitt slysið af mannavöldum hefur átt sér stað fyrir lækinn og þetta er slys númer þrjú. 

„Sjóbirtingur sem var fastur inni vegna vatnsleysi og í einum hyl taldi ég yfir 40 birtinga sem drápust vegna þessa. Umhverfisslys af manna völdum sem hugsanlega væri hægt að koma í veg fyrir sem endurtekur sig reglulega, því miður og ég hef aldrei séð svona áður, þetta er sorglegt. Það er verst að ekki er hægt að pósta nályktinni sem lá yfir allt svæðið,“ sagði  Sigurjón enn fremur, sem gaf okkur leyfi til að birta myndirnar sem hann tók af svæðinu, þar sem hundruðir fiska liggja dauðir og fuglarnir dunda sér við að éta þá inn að beini. 

Þessir atburðir er orðnir algengir og enginn virðist bera ábyrgð á þessum ófögnuði, sem depur allt líf vegna vatnsleysis.  Enginn hefur áhuga á þessum í þessum fallega læk þar sem veiðimenn haf veitt fallega urriða ár eftir ár og sleppa þeim. Það var til lítils.

Myndir tók Sigurjón Arnarsson

Sigurjón Arnarsson
Fiskur á þurru landi við Grenilæk