FréttirVeiðileyfi

Stangaveiðifélag Reykjavíkur landaði langtímasamningi

Jón Þór Ólason, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur

„Já þetta er búið að vera töff að ná að landa þessum langtímasamningi um Langá á Mýrum,“ sagði Jón Þór Ólason, nýbúinn að skrifa undir nýjan samning um Langá – og það langan.

„En það er ekkert sjálfgefið í þessum veiðiheimi enda var sótt að okkur með óheiðarlegum hætti þegar við vorum að ganga frá þessum málum um Langá. En við náðum að festa okkur efsta svæðið í ánni í þessum samningi en félagið okkar gengur vel og skilaði ágætum hagnaði á síðasta ári,“ bætti Jón Þór við að lokum.