Fréttir

Endurheimti veiðidótið sitt

Hilmar Hansson við veiðar í Norðurá í Borgarfirði

Það eru ekki allir eins heppnir og Hilmar Hansson en hann endurheimti veiðidótið sitt eftir að því var stolið frá honum þremur dögum fyrr og þessu deilir hann á facebook síðunni sinni.

„Það er gaman að segja frá því að að það er búið  að handtaka mennina sem brutust inn hjá mér. Með hjálp lögreglunnar, vina og veiðimanna þá fundust mennirnir og voru handteknir í dag. Ég fer á morgun að að sækja það sem náðist sem er stór hluti af græjunum mínum. Það vantar eitthvað ennþá en vonandi finnst það fljótlega. Húrra fyrir samtakamætti ykkar og löggunnar, þeir voru frábærir í þessari aðgerð,“ segir Hilmar í gærkvöldi.