RjúpanSkotveiði

„Sjaldan séð eins mikið af rjúpum“

Rjúpur /Mynd María Gunnarsdóttir

„Ég er búinn að þvælast víða um land í sumar að veiða og hef sjaldan séð svona  mikið af rjúpum og rjúpnaungum,“ sagði veiðimaður sem var að leggja stönginni og næst væri það gæsin er og rjúpan.

„Já sá við Langá á Mýrum fullt af rjúpum og það var ótrúlegt hvað var mikið af ungum, flestar með 10 til 12 unga. Þetta sá ég á mörgun stöðum kringum landið og maður er orðið spenntur að fara til rjúpna í lok október,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.

„Já það er mikið af rjúpum og ungum hérna við Langá á Mýrum, sjaldan séð svona mikið,“ sagði  Jógvan Hansen sem gengur oft til rjúpna á hverju veiðitímabili.

Já það virðist vera að varpið hafi heppnast víða vel, þrátt fyrir frekar kalt sumar og vætu. Og margir orðið spenntir að fara til rjúpna þegar veiðitíminn hefst fyrir alvöru. Göngutúrinn er allavega góður