Gísli Örn Gislason sem eitt hreindýrið að bakinu

„Já veiðiferðin til Grænlands gekk vel og við fengum fjögur dýr á fjórum dögum, sagði Gísli Örn Gíslason en þetta er tíunda árið sem Gisli fer til Grænlands á hreindýraveiðar. Hann hefur stundað veiðiskap á Íslandi í yfir tuttugu ár.

„Við vorum tveir og því þurfti að bera dýrin í pörtum þetta fimm til sex kílómetra, sem er ekki mikið. Þetta var skemmtileg ferð í alla staði en þeir Björn Pálsson og Jóel Mar eru búsettir í Nuuk og eru með veiðileyfi á Grænlandi. Þeir hafa boðið mér með sér á hreindýr,“ sagði Gísli að lokum.