Fréttir

Fengum lax á síðustu mínútu

Hafdís Þóra með lax úr Korpu

„Þetta endaði vel í Korpu í gær, fengum fimmta laxinn í Stíflunni á flugu, skemmtilegur endir á deginum,“ sagði Einar Margeir undir lok dagsins í ánni. En Korpa hefur verið ágæt í sumar og margir fengið góða veiði.

„Fengum lax strax um morguninn og við fengum svo allan daginn fimm laxa á maðk og flugu. Þetta er bara fín veiði,“ sagði Einar ennfremur.

Ef við kíkjum á næsta nágrenni Reykjavíkur eru Elliðaárnar komnar með 760 laxa og Leirvogsá næstum því 500 laxa, sem er helmingi meiri veiði en á sama tíma í fyrra. Laxá í Kjós er komin yfir 700 laxa, svo eitthvað sé tínt til.