FréttirSkotveiði

Skotmót við allra hæfi hjá Hlað

Sunnudaginn 4. september halda verslunin Hlað og Skotreyn létt og skemmtilegt skotmót.  Færi og fyrirkomulag við allra hæfi og upplagt fyrir alla veiðimenn og koma og vera með.

Auk veglegra verðlauna, þ.m.t. aukaverðlaun fyrir að skjóta 25 í hring, þá mun Hlað bjóða upp á glæsilegar veitingar. Mæting er klukkan 11:30, skotnar verða 100 dúfur og mótsgjaldið er 4.000 kr. Ekki þarf að forskrá sig – heldur bara að mæta.

Opin æfing fyrir mótið verður Laugardaginn 3. september.