FréttirÞættir

Styttist í fyrsta þáttinn á Hringbraut

„Það styttist í að Veiðin með Gunnari Bender byrji á Hringbraut en fyrsti þátturinn fer í loftið 24. mars nk. Þar verður fjör við Norðurá í Borgarfirði þegar áin opnaði í fyrra og síðan sagt frá veiðihúsinu við Laxfoss, sem einu sinni var heimsókt“, segir Gunnar Bender, en sex nýir þættir verða sýndir á Hringbraut fram í apríl.
„Við förum víða og tökum stöðuna, tölum við hresst fólk og það er landað töluvert af fiski í þáttunum, líf og fjör já“, segir Gunnar ennfremur, en hann er nú orðinn sá eini sem framleiðir veiðiþætti fyrir íslenskt sjónvarp. „Svona þættir stytta biðina eftir sumrinu og hægt að láta sig dreyma um næstu veiðiferð“. 

Mynd. Það verður fjör við Þingvallavatn með þessum gæjum.