Eldra efni
Hrafnsandarpar
Hrafnsönd er meðalstór kafönd og er steggur auðþekktur á litnum. Hann er allur gljásvartur á fiður, nema flugfjaðrir eru gráar og eru handflugfjaðrirnar ljósastar. Ársgamall steggur er svartflikróttur á bringu, síðum og að ofan. Kollan er dökkmóbrún, með áberandi ljósari vanga og
Við Bessastaðatjörn
Þrengt að fuglalífi við Bessastaðatjörn – ályktun send Vegna ábendinga fóru fulltrúar frá Fuglavernd og Landvernd að skoða svæði á Norðurnesi á Álftanesi þar sem til stendur að byggja golfvöll. Hann mun þrengja að fuglalífi og þeir sem þekkja til
Skeiðönd
Skeiðönd er sérkennileg önd, með sinn mikla gogg, hún er sjaldgæfasta öndin sem verpur reglulega hér á landi. Hún er minni en stokkönd, hálsstutt og fremur kubbsleg. Á steggnum skiptast á dökkir litir og hvítur, hann er með grængljáandi höfuð
Toppendur
Toppönd er algengasta fiskiöndin hér, grannvaxin, hálslöng og rennileg, vaxtarlagið minnir á skarfa og brúsa. Hún er með langan, mjóan gogg og áberandi, stríðan topp í hnakka. Steggurinn er með grængljáandi höfuð, grár á búkinn, hvítur á hálsi og brúndröfnóttur á bringu.
Himbrimaungi
Verpir við vötn og tjarnir með silungi, frá sjávarmáli upp í 600 m hæð. Hreiðrið er stór en grunn laut á vatnsbakka eða í litlum hólma og myndast vel troðin slóð milli hreiðurs og vatns. Ungarnir fara á vatn um
Lómar
Lómurinn er straumlínulagaður og svipaður frænda sínum, himbrimanum, en þó mun minni. Hann er gráleitur, dökkur að ofan en ljós að neðan, með langa, mjóa vængi. Á sumrin er hann grár á höfði og hálshliðum, langröndóttur á afturhálsi og með