2022

Jólakveðja frá veidar.is

Veiðivefurinn veidar.is hefur vaxið framar vonum síðan hann hóf göngu sína í apríl sl. og lesturinn stígið hratt. Vefurinn fjallar um alla sporveiði og ætlunin er að stækka við og auka efnisúrvalið strax á næsta ári, m.a. með lifandi veiðiefni og er stefnt á samstarf við stærstu fréttamiðla landsins. 

Dorgveiðin er að komast á fleygiferð þessa daga og biðin eftir næsta sumri styttist frá og með deginum í dag og sólin hækkar á lofti, veiðileyfin seljast sem aldrei fyrr þótt áramótin séu framundan. Snjórinn er mættur loksins og allt getur gerst í veiðiskapnum, þótt enginn viti hvernig veiðisumarið verði, ekki einu sinni fiskifræðingarnir en þá bíða allir rólegir eftir því sem verða vill, nema sumir – já biðin er erfið.

Sportveiðivefurinn Veiðar.is óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og fengsæls veiðiárs 2023.

Anna Lea í Vola