Í bókinni Fornihvammur í Norðurárdal eru margar frásagnir af lífi og lífsbaráttu fólks á Holtavörðuheiðinni, þeirri fjölförnu leið ferðafólks um hálendið. M.a. birtist þar viðtal við bóndann í Fornahvammi, sem skáldið og rithöfundurinn Jökull Jakobsson tók um miðjan 7. áratuginn og birtist í dagblöðum þess tíma. Í þessu skemmtilega viðtali skáldsins segir Gunnar Guðmundsson, bóndinn í Fornahvammi, m.a. frá lífi sínu og fjölskyldunnar á bóndabænum og hvernig sportveiðar voru stór hluti af lífsviðurværi þeirra sem áttu bústaði í hrjóstugu hálendinu í Norðurárdal. Viðtalið má lesa hér en bókin um Fornahvamm kom út í nóvember 2023 og er til sölu í helstu bókaverslunum landsins.
Eldra efni
Þetta er bara flott byrjun
„Þetta var meiriháttar dagur en það veiddust yfir 140 fiskar í dag og þetta er ein besta opnun í langan tíma“ sagði Bjarni Júlíusson hættur að veiða í fyrradag, er við ræddum við hann í gærkveldi rétt um níu leytið. En
Frábær veiði miðað við slæmt veðurfar
Þrátt fyrir misjöfn veður og hóflegt veiðiálag nú í byrjun veiðitíma í Litluá, þá hefur veiðin verið góð. Fyrstu 22 dagana voru veiddir um 250 fiskar sem er talsvert meira en á sama tíma í fyrra. Meðfylgjandi myndir eru frá
Slæmt að vera „gæd“ í þessum skítakulda
Veðurfarið hefur ekki verið uppá marga fiska á stórum hluta landsins síðustu vikurnar, skítakuldi og ekki hundi út sigandi. Á Bröttubrekku var eins stigs hiti í gærkvöldi og á Holtavörðuheiði við frostmark, júní að líða undir lok og það má
Við erum ánægðir með vatnsbúskapinn
„Ég tel að við fáum gott veiðisumar,“ sagði Brynjar Þór Hreggviðsson, annar af sölustjórum Norðurár í Borgarfirði, þegar við spurðum um stöðuna fyrir sumarið núna þegar rétt mánuður er þar til áin opnar fyrir veiðimenn. „Þótt það hafi snjóað seint í fjöllin þá
Vænn urriði á land við Kárastaði
„Þetta var skemmtileg barátta og stóð í yfir 20 mínútur,“ sagði Björn Hlynur Pétursson, sem var á veiðislóðum í dag og landaði þessum væna urriða sem reyndist 93 sentimetra langur. Veiðin hefur verið ágæt víða um land og veiðimenn að fiska
Hollið landaði 23 löxum í Sandá
„Við vorum að hætta veiðum í Sandá í Þistilfirði og hollið endaði í 23 löxum, sem er bara mjög gott. Það voru göngur af smálaxi að detta inn í ána á síðustu flóðum,“ sagði Guðmundur Jörundsson sem á góðar minningar