FréttirVeiðihús

Nýtt veiðihús við Andakílsá

Veiðifélag Andakílsár byggir nú nýtt veiðihús fyrir veiðimenn sína.  Um er að ræða 168,5 fermetra tréhús á einni hæð með fallegu útsýni yfir ána og sveitina.  Skessuhornir trónir þar tignarlegt í öndvegi.

Í húsinu verða fjögur rúmgóð tveggja manna herbergi og hvert þeirra með sér baðherbergi.  Eldhús og stofa er einnig rúmgóð með útgengi á 75 fermetra verönd.

Það mun ef að líkum lætur fara vel um veiðimenn, þegar þeir halda til veiða í Andakílsá næsta sumar.