FréttirRjúpanSkotveiði

Rjúpnaveiðin gekk vel – fáir rjúpnalausir um jólin

Mynd /María Gunnarsdóttir

„Já þessi vertíð gekk vel og flestir fengu vel í jólamatinn hefur maður heyrt, veðurfarið var alveg ótrúlegt, ég fór þrisvar og fékk nóg af fugli,“ sagði veiðimaður um rjúpnavertíðina sem var að ljúka. 

„Skotvís gerði könnun meðal félagsmanna og  þessi vertíð var alla vega tuttugu prósent betri en í fyrra, sem segir svolítið um stöðuna. En það  var alla vega langt labb fyrir þessi jól og rjúpan var ljónstygg, en frábær útivera kallinn,“ sagði veiðimaðurinn.

„Tíðarfarið var ótrúlegt allan tímann,“ eins og annar veiðimaður orðaði það. Fór ekki mikið klæddur þetta árið til rjúpna. Ég fékk vel í jólamatinn á mínu svæði fyrir vestan. 

Fyrirkomulagið var líka betra en fyrir ári, allur dagurinn en ekki hálfur. 

En það er eins með laxveiðina og rjúpnaveiðina enginn veit hvernig hún verður á næsta ári, allt veltur á tíðarfarinu á öllum vígstöðum. Það er heila málið