Fréttir

Lokatölur að streyma inn úr laxveiðinni

Hörður Heiðar Guðbjörnsson með lax á síðustu metrunum í Miðá í Dölum

„Já við vorum að loka Miðá í Dölum og það veiddust 134 laxar og 144 bleikjur í sumar,“ sagði Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem var að loka ánni ásamt félögunum í árnefndinni.  Gott veðurfar hefur verið síðustu daga veiðitímans í mörgum laxveiðiám eins og vestur í Dölum, í dag var 12 stiga hiti.

Sigurveig Runólfsdóttir með einn af síðustu löxunum úr Andakílsá í ár

„Við fengum einn lax en veiddum ekki mikið, vorum að ganga frá á svæðinu,“ sagði Hörður ennfremur.

Andakílsá endaði í 349 löxum sem er í fínu lagi.