Fréttir

Varp rjúpunnar talið gott þetta árið

„Ég hef þvælast um allt land í sumar vegna vinnu minnar og hef sjaldan séð jafn mikið af rjúpnaungum eins og núna,“ sagði sportveiðimaður sem veiðir mikið á hverju ári bæði á stöng og byssu.

„Var upp með Langá á Mýrum fyrr í sumar og þar voru stórir hópar rjúpna með unga sína, það mesta sem ég sá voru 12 ungar hjá einni rjúpunni,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.

Margir hafa sagt sömu sögu og þessi veiðimaður sem hafa þvælst um landið og þetta á við um landið allt. Þrátt fyrir að sumarið hafi langt frá því að vera gott, kuldi og mikil vætutíð lengst af sumari, þá eru þetta alla vega góð tíðindi fyrir veiðimenn.