Veiðimenn eru að setja í góða fiska fyrir austan síðustu daga og væna eins og í Tungufljóti og Tungulæk. Við heyrðum í veiðimanni sem var þar á veiðum, „þetta var fínn túr,“ sagði Ívan Guðmundsson, sem var í Tungufljóti fyrir fáum dögum en Tungufljótið er að gefa ágæta veiði þessa dagana. „Hér eru fínustu sjóbirtingar sem komu aðallega frá Syðri Hólma en áin var mjög lituð eftir miklar rigningar fyrsta daginn sem við vorum þarna en varð síðan betri daginn eftir. Eftirminnilegasti birtingurinn tók Lexi (lexiflyfishing) en það var 90 cm skrímsli sem hann barðist við í 30 mín. Sjálfur tók ég einn 80 cm og hollið var með 13 stk allt í allt,“ sagði Ivan ennfremur um veiðitúrinn.
Eldra efni
Fyrsti flugulaxinn í Korpu
Hér er hann Bjarni Már Gunnarsson að landa sínum fysta flugulaxi. Laxinn tók í veiðistaðnum Blika í Korpunni. Bjarni er tiltölulega nýkominn með veiðibakteríuna en dagurinn var skemmtilegur og ég er sannfærður um að veiðiáhuginn er kominn til að vera
Gordon Ramsay í Soginu – tveir góðir á veiðislóðum fyrir austan
Sá frægi kokkur og veiðimaður Gordon Ramsay er að veiða í Soginu og fékk fiska og er frekar lunkinn veiðimaður. Hann veiðir víða um heim en hann hefur nokkrum sinnum komið hingað í veiði, m.a. hefur hann veitt í Tungulæk
Elliðaárnar opna á morgun 20. júní
Opnun Elliðaánna 2023 verður í fyrramálið, þriðjudaginn 20. júní kl. 7:00 við veiðihúsið. Þetta er í 84. skipti sem árnar eru opnaðar og er heiðurinn af opnuninni í höndum Reykvíkings ársins 2023. Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson, mun í framhaldi renna
Flott veiði í Minnivallarlæk
Það var hópur veiðimanna sem þekkir lækinn vel við veiðar um helgina og gerði góða veiði. Fengu þeir 14 fiska og þá stærstu allt að 70 cm og nokkrir 60 cim plús einnig. Var urriðinn að taka peakok og Blóðorm
Víða góður gangur í veiði
Sumarið líður hratt og laxveiðin er í fullum gír, jákvæðar fréttir eru af flestum og góðar göngur. ElliðaárFrábær veiði er í Elliðaánum og var besti dagur það sem af er sumri á þriðjudaginn þegar veiddust 28 laxar á stangirnar sex!
Duglegur ungur veiðimaður
Hann Ýmir Andri Sigurðsson er ungur og stórefnilegur veiðimaður sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna þegar kemur að veiði. Hann reynir að veiða eins oft og hann kemst þó hann sé ekki nema 8 ára og fyrir löngu búinn að veiða