Fréttir

Skrímsli úr Syðri Hólma

Skrímsli

Veiðimenn eru að setja í góða fiska fyrir austan síðustu daga og væna eins og í Tungufljóti og Tungulæk. Við heyrðum í veiðimanni sem var þar á veiðum, „þetta var fínn túr,“ sagði Ívan Guðmundsson, sem var í Tungufljóti fyrir fáum dögum en Tungufljótið er að gefa ágæta veiði þessa dagana. „Hér eru fínustu sjóbirtingar sem komu aðallega frá Syðri Hólma en áin var mjög lituð eftir miklar rigningar fyrsta daginn sem við vorum þarna en varð síðan betri daginn eftir. Eftirminnilegasti birtingurinn tók Lexi (lexiflyfishing) en það var 90 cm skrímsli sem hann barðist við í 30 mín. Sjálfur tók ég einn 80 cm og hollið var með 13 stk allt í allt,“ sagði Ivan ennfremur um veiðitúrinn.