Fréttir

Flott veiði í Minnivallarlæk

Það var hópur veiðimanna sem þekkir lækinn vel við veiðar um helgina og gerði góða veiði. Fengu þeir 14 fiska og þá stærstu allt að 70 cm og nokkrir 60 cim plús einnig. Var urriðinn að taka peakok og Blóðorm meðal annars og var veiðin okkuð dreifð um lækinn. Fiskarnir voru í góðum holdum eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Í maí eru seldir stakir dagar þar sem Veiðihús Lækjamóta er ekki klárt fyrir gistingu, en í júní eru nú laus tvö holl með húsi. Er um aðr æða tveggja daga hollið 6. – 8. júní og svo helgarholl í þrjá daga 10. – 13. júní, en góður tími enda júní vinæll mánuður í læknum.