Mikil ásókn var í hreindýraveiðileyfi fyrir næsta sumar. Bárust nær 3.300 umsóknir til Umhverfisstofnunar en einungis þriðjungurinn fékk leyfi. Veiði er heimiluð á 1.021 hreindýri. Þótt eindagi greiðslu fyrir leyfi sé liðinn er óljóst hversu margir ætla ekki nýta sér þau.„Í gegnum árin hefur um 15 til 20 prósentum af úthlutuðum veiðileyfum verið skilað inn á þessum tíma, en það getur verið mismunandi milli svæða og eftir kynjum,“ segir Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur á sviði veiðistjórnunar. „Ég er með langan biðlista á öllum svæðum út allt veiðitímabilið, þannig að ég reyni að koma leyfunum út í næstu viku, eða um leið og það er ljóst hversu mörg þau eru,“ segir Jóhann.Talverður samdráttur hefur verið í hreindýraveiðikvóta síðustu ár. Kvóti minnkaði um nær 200 dýr milli 2021 og 2022.
Meira efni
Veiðisafnið á Stokkseyri
Veiðisafnið var stofnað árið 2003 og opnað í maí 2004. Það er stærsta safn sinnar tegundar á Íslandi og er einstakt á landsvísu en hvergi er hægt að sjá jafn
Rjúpnaskyttur á veiðislóðum á Holtavörðuheiðinni
Fyrsti dagurinn á rjúpu var í dag og miðað við það að aðeins megi veiða í einn dag voru veiðimenn víða á veiðislóðum. Á Holtavörðuheiðinni voru líklega á milli 35
Rjúpnaveiðinni lokið í ár
Á sama tíma og Hreðavatn lagði aðeins voru síðustu rjúpnaveiðimennirnir að ná sér í jólamatinn. „Við vorum fyrir norðan og fengum 8 rjúpur, sem er bara fínt,“ sagði Ellert Aðalsteinsson rjúpnaskytta
Gæsir – Anser anse
Grágæs er stærst þeirra gæsa sem verpa eða hafa viðdvöl á Íslandi. Hún er öll grábrún, dökk að ofan og á hálsi, ljós að neðan nema síðurnar eru dökkar, stundum
Rjúpur – Lagapus mutus
Rjúpa eða fjallrjúpa er eini hænsnfuglinn sem lifir villtur á Íslandi. Hún er hnellin og vængirnir stuttir og breiðir. Hún fellir bolfjaðrir þrisvar á ári en flugfjaðrir aðeins einu sinni. Varpbúningur rjúpu
Styttist í að ná sér í rjúpur fyrir jólin
Þeim fækkar verulega dögunum sem má ganga á fjöll til að sækja sér jólarjúpur og sama veðurspáin virðist vera í kortunum áfram, ekkert lát á blíðunni og allir löngu hættir