Mikil ásókn var í hreindýraveiðileyfi fyrir næsta sumar. Bárust nær 3.300 umsóknir til Umhverfisstofnunar en einungis þriðjungurinn fékk leyfi. Veiði er heimiluð á 1.021 hreindýri. Þótt eindagi greiðslu fyrir leyfi sé liðinn er óljóst hversu margir ætla ekki nýta sér þau.„Í gegnum árin hefur um 15 til 20 prósentum af úthlutuðum veiðileyfum verið skilað inn á þessum tíma, en það getur verið mismunandi milli svæða og eftir kynjum,“ segir Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur á sviði veiðistjórnunar. „Ég er með langan biðlista á öllum svæðum út allt veiðitímabilið, þannig að ég reyni að koma leyfunum út í næstu viku, eða um leið og það er ljóst hversu mörg þau eru,“ segir Jóhann.Talverður samdráttur hefur verið í hreindýraveiðikvóta síðustu ár. Kvóti minnkaði um nær 200 dýr milli 2021 og 2022.
Meira efni
Það þarf að fara enn ofar í heiðarnar eftir rjúpum – sama blíðan áfram
Veiðimenn fóru víða til rjúpna um allt land og margir fengu vel í jólamatinn. Við heyrum í veiðimanni fyrir ofan Seyðisfjörð sem var á rjúpu í blíðunni. Austur í Breiðdal
Margir ætla á rjúpu næstu daga
„Ég fór á rjúpu á fyrsta degi sem veiðin hófst á Bröttubrekkuna og það voru fuglar á flugi en þær voru styggar,“ sagði Hjörtur Steinarsson sem var einn af þeim
Margir að skjóta á Kaldadal
„Þetta var mín fyrsta rjúpnaferð á þessu tímabili, ákvað að fara í Kaldadalinn sem skartaði sínu fegursta í sólskini, logni og mínus þrem gráðum og smá snjó í lautum og klettum,“
Eins og á góðum haustdegi á Holtavörðuheiðinni í dag
Það er rólegt á Holtavörðuheiðinni og enginn á rjúpu þar um hádegisbilið í dag þegar mátti hefja veiðiskapinn. Og veðráttan er ótrúleg þessa dagana, varla neitt að sjá nema snjólausa
Fín rjúpnaveiði víða um land
„Við vorum átta saman í Öxarfirði og fengum 38 rjúpur á tveimur dögum,“ sagði Ellert Aðalsteinsson en hann, eins og fleiri veiðimenn, fór til rjúpna um daginn og bætti við;
Í veðurblíðunni leita rjúpurnar hærra á heiðarnar
„Við fórum um síðustu helgi og fengum fimm fugla, ætlum næstu helgi austur og klára að veiða í jólamatinn. Það er veðurblíða áfram og útiveran verulega góð,“ sagði veiðimaður og