DorgveiðiFréttir

Veiðihetjur framtíðar kepptu í dorgveiði í Hafnarfirði

Dorgað í Hfj22
Áhuginn á fiskum hafsins leyndi sér ekki

„Þetta tókst vel hjá okkur í dag og það veiddist meira en í fyrra, ýmsar tegundir, en þetta er í 32. skiptið sem þetta er haldið hérna í Hafnarfirði,“ sagði Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi, þegar hin árlega dorgveiðikeppni og sumarnámskeið fór fram í Hafnarfirði í dag og ungu veiðkrakkarnir voru að draga inn færin sín eftir fína veiði. „Við erum vonandi að kveikja áhuga hjá einhverjum af þessum veiðihetjum á veiðiskap, en það hafa nokkrir byrjað hérna á bryggjunni hjá okkur,“ sagði Geir ennfremur.

Já áhuginn var mikil og allir voru að reyna að veiða eitthvað sem synti inní sjónum fyrir neðan þau. Ekki fengu allir fisk en krakkarnir voru sáttir og fóru heim með góðar minningar eftir samveruna við höfnina í Hafnarfirði, til þess var leikurinn gerður.


Mynd. Myndir frá fjörinu í dag. Mynd GBender.

Dorg22
Fjölmennt á dorgveiðikeppninni í Hafnarfirði