Fréttir

Formaðurinn í mokveiði á sparifötunum

Veiðin í Elliðaánum byrjaði með hvelli fyrir þremur dögum og veiddust 11 laxar fyrsta daginn og það sama er upp á teningnum í gær en núna eru komnir um 25 laxar á land og það virðist vera hellingur af fiski alla vega neðarlega í ánni. 

Veiðimenn voru að landa laxi á Breiðunni um fjögurleytið í gær og lax stökk og stökk. Veislan er greinilega rétt að byrja í Elliðaánum og formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, Jón Þór Ólason hefur greinilega fundið þetta á sér; á opnunardaginn mætti hann til veiða, í jakkafötunum. 

Mynd. Formaður Stangaveiðifélag Reykjavíkur Jón Þór Ólason kastar flugunni á Breiðunni.