Fréttir

Flott veiði, við vorum að hætta

Stefán Sigurðsson við Eyjafjarðará í engu sumarveðri

„Við erum að ljúka túrnum þessum árlega í Eyjafjarðará og það var kalt en veiðin var flott, fengum á milli 50 og 60 fiska sem er fínt bara,“ sagði Stefán Sigurðsson í viðtali við Veiðar, feiginn að komast af árbakkanum.

„Við höfum farið 4 veiðimenn í nokkur ár hingað til veiða og það veiddust þessir fiskar á tveimur dögum, tóku straumflugur. Sá stærsti hjá okkur þetta árið er 82 sentimetrar. Þó kalt sé er þetta alltaf jafn skemmtilegt,“ sagði Stefán enn fremur.

Matthias Stefánsson með urriða úr Eyjafjarðará

Veiðimenn reyna víða þessa dagana en það á ekki að breytast veðrið fyrr en í næstu viku.

Við fréttum af einum veiðimanni fyrir austan sem veiddi bara út um rúðuna á bílnum sínum, það var svo helvíti kalt, en fiskurinn var eitthvað tregur við þessar aðstæður. En hvað reyna menn ekki þegar svona kalt er?