Verpur við vötn og tjarnir með silungi, frá sjávarmáli upp í 600 m hæð. Hreiðrið er stór en grunn laut á vatnsbakka eða í litlum hólma og myndast vel troðin slóð milli hreiðurs og vatns. Dvelur á veturna við strendur og geldfugl er aðallega á sjó á sumrin.

Fórgoði er að mestu farfugl. Hann var áður algengur varpfugl á láglendi í flestum landshlutum nema á Vestfjörðum. Honum fækkaði mikið upp úr 1950, en góðu heilli er stofninn nú á uppleið aftur. Flórgoði er nú tíðastur í Skagafirði, Þingeyjarsýslum og á Héraði. Nærri helmingur stofnsins er í Mývatnssveit. Meirihlutinn hefur vetursetu í Norðvestur-Evrópu, nokkrir tugir halda sig við Suðvesturland og Suðausturland á veturna. Verpur í Skotlandi, Skandinavíu og síðan austur um Asíu og austanverða Norður-Ameríku.


Heimild: Fuglavefurinn